

Tjaldsvæðið Borg hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og býður upp á góða aðstöðu með rafmagni, sundlaug, frisbígolfvelli og leikvelli í göngufæri

Tjaldsvæðið Borg er frábærlega staðsett í aðeins klukkutíma akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, umlukið náttúrufegurð og fjölbreyttum afþreyingarmöguleikum. Hér finnur þú allt sem þú þarft fyrir hina fullkomnu útilegu – hvort sem þú vilt slaka á í rólegu umhverfi eða leita að ævintýrum með fjölskyldunni.

Nýtt og rúmgott grillskýli er að finna í yndisskóginum ofan við tjaldsvæðið
Sundlaugin Borg er við hlið tjaldsvæðisins – fullkomin til að kæla sig niður á heitum sumardögum.
Við sundlaugina er leiksvæði fyrir börnin og stór ærslabelgur sem tryggir ótakmarkað fjör.
Frisbígolfvöllur í göngufæri fyrir þá sem vilja keppa í góðum fíling.
Hvort sem þú sækist eftir menningu, mat, afþreyingu eða afslöppun, þá er margt að skoða í næsta nágrenni. Hér eru nokkrir spennandi áfangastaðir sem gera dvölina enn betri – allt í innan við 20 mínútna akstursfjarlægð.
Heimsæktu Sólheima, þar sem menningarveislan er í fullum gangi alla laugardaga yfir sumarið – alltaf eitthvað nýtt að sjá og upplifa.
Golfvellirnir í Hraunborgum, Kiðjabergi og Öndverðarnesi eru aðeins stutt frá fyrir þá sem vilja taka sveifluna á næsta stig
Miðbær Selfoss er skammt undan – flottur staður til að rölta um, skoða nýja miðbæinn og njóta fjölbreyttrar matarmenningar.
Minni-Borgir er örskammt frá tjaldsvæðinu – fínar steikur á góðu verði. Ef þú vilt fara aðeins lengra þá er veitingastaðurinn Þrastalundur aðeins í 10 mínútna akstursfjarlægð, en við mælum eindregið með eldbökuðu pizzunum þeirra!

Upplifðu frelsið, kyrrðina og fjörið á tjaldsvæðinu Borg. Við hlökkum til að taka á móti þér!
Tjaldsvæðið á Borg er fjölskylduvænt og ætlast er til að gestir sýni tillitsemi yfir nóttina, frá kl. 24:00 til 09:00. Stranglega bannað er að valda ónæði eða vera með hávaða á þessum tíma.
Við reynum að taka frá svæði fyrir fjölskylduhópa með 6 eða fleiri tjöld/vagna til kl. 18:00 á viðkomandi degi.